Biðin er á enda – loksins getum við farið aftur af stað! Eftir mjög góðan viðburð á síðasta ári snýr HotelCamp aftur. Loksins getum við hist aftur, skipst á hugmyndum og rætt það sem vekur áhuga hjá okkur.
Á Hotel Camp 2023 færð þú tækifæri til að ræða um heitustu umræðuefnin í hótelheiminum í dag og fá útskýringar á þeim spurning sem þú hefur. Sérstaða HotelCamp er sú að þetta er ekki venjuleg ráðstefna heldur eru það þátttakendur sem stjórna umræðuefnum og þar er tækifæri til að skiptast á hugmyndum með alþjóðlegum þátttakendum og styrktaraðilum frá Evrópu og Íslandi.
Þátttakendur geta tekið þátt í opnum umræðum í vinnuhópum án vörukynninga. Hver þáttakandi getur tekið þátt og deilt þeirra hugmyndum, þekkingu og áhugasviði.
Ef þú vilt taka þátt í því að ræða helstu umræðuefni hóteliðnaðarins í dag? Tryggðu þér miða núna og taktu þátt í þessum einstaka viðburði sem haldin er í samstarfi við SAF (Samtök Ferðaþjónustunnar).
Að ráðstefnu lokinni munum við eiga góðan stund í afslöppuðu umhverfi þar sem hægt er að tengjast þátttakendum betur.
HotelCamp býður uppá tækifæri til að ræða ný umræðuefni í afslöppuðu umhverfi. Áherslan á HoteCamp í þetta skiptið eru nýjustu straumar í hóteliðnaðinum. Umræðuefni sem tengjast nýrri tækni, nýsköpun, samfélagsmiðlum, aðferðum við að auka beinar bókanir ásamt annarri sérfræðiþekkingu sem þátttakendur taka með sér á ráðstefnuna.
Dagskráin er sett saman af þátttakendum í byrjun dags og í framhaldinu eru 12 vinnustofur. Vinnustofurnar og þeir sem stjórna þeim eru valdar af þátttakendum og skipulagðar af starfsmönnum HotelCamp.
Þátttaka er algjörlega þess virði – þú færð:
- Opnar vinnustofur
- Umræðuefni sem eru valin samhljóða af þátttakendum
- Afslappað umhverfi
- Viðburð sem er ekki byggður á sölukynningum
Í byrjun viðburðarins eru umræðuefnin valin af þátttakendum sjálfum. Umræðuefni geta verið þekking sem þú vilt deila eða sérstakt umræðuefni sem þú vilt ræða.
Umræðuefnin sem þátttakendur stinga uppá eru svo sett í kosningu á meðal allra þátttakenda. Þú velur það sem þú hefur mestan áhuga á. Þannig munu þau umræðuefni sem vekja mestan áhuga vera þau sem tekin verða fyrir.
Nokkur dæmi:
- Hvað er besta sölustrategían? Hvernig staðsetur þú heimasíðu þína gagnvart OTA´s?
- Hvað er besta ráðningarstefnan fyrir hótel og veitingastaði á Íslandi? Hvernig er hægt að vinna í evrópskri ráðningarstefnu?
- Bættu reksturinn þinn – stafræn þróun vs þróun starfsmanna – hverjar eru helstu stefnur í dag?
- Hvernig nærðu meiri sýnileika á heimasíðuna þína í Kína, Bandaríkjunum og Evrópu?
- Vinnustofur með fólki úr evrópska hótelbransanum varðandi „Best Practices“ í rekstri, sölu og stafrænni þróun.
- Viðfangsefni valin af þátttakendum
- Vinnustofur skipulagðar af skipuleggjendum
- 12 viðfangsefnum skipt í 3 sali
- þú getur tekið þátt í hvað vinnustofu sem er, skipt um sal hvenær serm er, tekið virkan þátt eða bara hlustað
- viðfangsefnin geta verið kynningar, umræður eða vinnustofur, þar sem leiðtogi hverrar stofu stýrir umræðum
- í hléum er tækifæri til að hitta aðra þátttakendur, skiptast á reynslu og mynda tengingar við hótelfólk með svipuð áhugasvið
þriðjudagur, 09.05.2023
09.00 - 17.30
Hilton Reykjavik Nordica,
Suðurlandsbraut 2,
108 Reykjavík,
Island
for any additional information: